Rúna Vala...hin eina sanna, enjoy...  

Gestabókin



Eldri blogg:





sendu mér póst
fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Min er alveg svakalega leleg a að finna uppa sniðugum titlum.

Lífið gengur sinn vanagang. Það er erfitt að vakna á morgnanna sökum myrkurs og þeirrar staðreyndar að Gústi er sinn eigin herra og getur ALLTAF sofið lengur en ég á virkum dögum. Reyndar á það eftir að breytast smá. Þeir hjá IGS, þar sem ég vinn, eru að spara þannig að ég má ekki mæta í vinnuna þegar ég get bara verið í einnoghálfan tíma! Þeir tíma ekki að borga mér fyrir svo stuttan tíma, þótt það hjálpi Erlu heilmikið að þurfa ekki að fylla á kaffivagnana sem fara í flugvélarnar.
Skólinn gengur vel. Ég féll átta í síðasta verkefni í Menningarheimum, sem er hæsta einkunnin mín til þessa. Húrra fyrir því :) Færnin gegnru frábærlega, finnst mér. Mér finnst ég skilja alveg svakalega vel það sem fer fram í tímum :) T.d. var smá próf í dag. Kennarinn stafaði nöfn án þess að nota munnhreyfigar með. Ég fékk ekki eina villu :D
Við erum að fara að selja... það er að segja ef sá sem er að fara að kaupa af okkur getur fjármagnað kaupin. Það er búið að taka óratíma. Við erum komin með nýja íbúð, svaka flotta og stóra í Nóatúni. Það er baðkar, háaloft, vesturgluggar með svakalegu útsýni og SUÐURSVALIR!!! Tilboðinu okkar var tekið og núna erum við bara að bíða eftir þeim sem ætla að kaupa af okkur... mmmmmng..... ég er svo spennt! Konan sem við ætlum að kaupa af er búin að finna íbúð fyrir sig þannig að þegar þetta fer í gang gerist allt mjög hratt!
Við sjáumst, börnin mín.
Hakan á afmæli í dag!!! TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!!!


skrifað af Runa Vala kl: 19:42

Comments: Skrifa ummæli
© Sigrún Vala